Erik ten Hag stjóri Manchester United hefur ítrekað það að Cristiano Ronaldo sé ekki til sölu í sumar en þessi 37 ára framherji vill burt.
Ronaldo hefur ekki mætt til æfinga í sumar og er talað um persónulegar ástæður sem enginn veit þó um hvað snúast. Eina sem er vitað er að Ronaldo nennir ekki að vera hjá United.
„Það er sama staða og í síðustu viku,“ sagði Ten Hag sem hefur ítrekað að Ronaldo sé ekki til sölu.
„Ég einbeiti mér að þeim leikmönnum sem eru hérna, þeir eru að gera mjög vel og eru í góðu formi. Ég get ekki beðið eftir því að fá Ronaldo inn og þá komum við honum í gang.“
Ten Hag er þó harður á því að United vanti að kaupa sóknarmann í hvelli. „Ég tel að það sé lykilatriði til að ná árangri, tímabilið er langt,“ sagði Ten Hag.
„Okkur vantar meira í sóknina en það er tími til þess að bæta við hópinn.“