Mats Hummels, leikmaður Dortmund, segir að hann eigi ekki skilið framlengingu á samningi sínum hjá félaginu eins og staðan er.
Þetta sagði Hummels í samtali við Ruhr Nachtrichten en hann verður samningslaus næsta sumar.
Hummels viðurkennir þar með að hann hafi ekki sýnt sitt rétta andlit með Dortmund eftir endurkomu frá Bayern Munchen en meiðsli hafa einnig spilað inn í.
Hummels hefur rætt við yfirmann knattspyrnumála Dortmund og er ekki að flýta þessari framlengingu.
,,Ég hef sagt Sebastian Kehl það að ef ég set mig í spor Dortmund, þá myndi ég ekki framlengja samning minn þessa stundina,“ sagði Hummels.
,,Ég held að báðir aðilar séu mjög rólegir eins og staðan er.“