Paulo Dybala, nýjasti leikmaður Roma, hafnaði því að klæðast treyju númer tíu hjá félaginu sem var í boði er hann krotaði undir.
Dybala segist sjálfur hafa hafnað boðinu en goðsögnin Francesco Totti klæddist lengi treyju númer tíu hjá Roma og er hann talinn einn besti ef ekki besti leikmaður í sögu félagsins.
Dybala mun þess í stað spila í treyju númer 21, sama númeri og hann lék í hjá Juventus í mörg ár.
,,Það var stungið upp á því að ég myndi taka treyju númer tíu sem er svo mikilvæg hér eftir það sem Totti gerði,“ sagði Dybala.
,,Sú treyja verður að vera í eigu hans, ég þakkaði þeim fyrir því þessi treyja á skilið virðingu og fylgir henni mikil ábyrgð.“
,,Kannski einn daginn mun ég klæðast henni en í dag er ég ánægður með treyju 21. Það er númer sem tengist mér og mínum sigrum á ferlinum.“