Lionel Messi, Kylian Mbappe, Neymar og aðrir leikmenn PSG þurfa að venjast hörðum reglum nú eftir að Christophe Galtier tók við þjálfun liðsins.
Galtier tók við í sumar en á meðal reglna eru þær að símar eru bannaði í morgunmat og hádegismat sem leikmenn snæða saman.
PSG er á fullu að undirbúa næstu leiktíð en krafan er að leikmenn liðsins nái árangri í Meistaradeild Evrópu.
Þá er Galtier ekki til í að gefa neinn afslátt þegar kemur að því að mæta á æfingar. Leikmenn eiga að mæta á milli 8:30 og 8:45. Ekki er í boði að mæta mínútu of seint.
Ef leikmenn koma of seint þurfa þeir að snúa við og fara heim, þeim er bannað að taka þátt í æfingu dagsins ef þeir eru of seinir.
Þá er sú regla í gildi að leikmenn borði á æfingasvæðinu, það þarf leyfi frá Galtier til að sleppa því.