Sadio Mane hefur verið valinn besti leikmaður ársins í Afríku.
Senegalinn sigraði menn eins og Mohamed Salah og Edouard Mendy í kjörinu.
Á síðustu leiktíð varð Mane Afríkumeistari með Senegal. Þá vann hann bæði enska bikarinn og deildabikarinn með Liverpool.
Mane gekk til liðs við Bayern Munchen fyrr í sumar frá Liverpool á 35 milljónir punda. Hann átti ár eftir af samningi sínum og vildi enska félagið selja hann til að eiga ekki á hættu að missa hann frítt.