Samkvæmt Sport1 þá er DC United að reyna að ganga frá kaupum á Guðlaugi Victori Pálssyni frá Schalke 04 í Þýskalandi.
Guðlaugur hjálpaði Schalke að komast aftur upp í þýsku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili með félaginu.
Nú er hins vegar sagt frá því að Wayne Rooney þjálfari DC United sé að reyna að fá Guðlaug Victor til félagsins.
Guðlaugur lék með New York Red Bulls árið 2012 og nú tíu árum síðar gæti miðjumaðurinn verið að ganga í raðir DC United.
Rooney er að styrkja miðsvæði sitt því í gær var sagt frá því að Ravel Morrison fyrrum leikmaður Manchester United hefði samið við félagið. Samkvæmt Fótbolta.net er Guðlaugur næstur í röðinni.
Guðlaugur hefur ekki spilað fyrir íslenska landsliðið í tæpt ár en hann hefur ekki gefið kost á sér í síðustu verkefni liðsins.