Chelsea ætlar sér að fá miðvörðinn Jules Kounde í sumar en hann er á mála hjá Sevilla.
Kounde hefur lengi verið á óskalista Chelsea sem hefur nú boðið 65 milljónir evra í varnarmanninn.
Kounde yrði annar varnarmaðurinn sem Chelsea fær í sumar eftir komu Kalidou Koulibaly frá Napoli.
Goal.com greinir nú frá því að Kounde sé að skoða það að flytja inn í hús Romelu Lukaku sem býr nú á Ítalíu.
Lukaku spilaði með Chelsea á síðustu leiktíð en eftir erfitt tímabil samþykkti enska félagið að senda hann á lán til Inter Milan.
Kounde ku vera að skoða þann möguleika að flytja inn í hús Lukaku sem virðist ekki eiga framtíð fyrir sér í London.