Cristiano Ronaldo framherji Manchester United er klár í að lækka laun sín um 18 milljónir á viku í viðbót til þess eins að losna frá félaginu í sumar. Spænskir miðlar fjalla um.
Ronaldo vill fara frá United til að spila í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð en það eru ekki margir kostir.
Chelsea, Real Madrid, FC Bayern og fleiri lið hafa útilokað það að semja við hinn 37 ára Ronaldo.
Ronaldo þénaði 480 þúsund pund í föst laun á síðustu leiktíð en eftir að Manchester United komst ekki í Meistaradeildina lækkuðu laun hans um 25 prósent.
Nú segja spænskir miðlar að Ronaldo sé til að lækka launakröfur sínar um 30 prósent í viðbót til þess eins að komast frá United.
Ronaldo þénar 59 milljónir á viku hjá United eins og stendur en er til í að þéna aðeins 41 milljón á viku. Það er ágætis munur frá því að hafa þénað 79 milljónir á viku á síðustu leiktíð.