Svíþjóð 1 – 0 Belgía
1-0 Linda Sembrant(’92)
Svíar eru komnir í undanúrslit EM kvenna eftir sigur á Belgum í kvöld þar sem eitt mark skildi liðin að.
Sænska liðið var sterkari aðilinn í leik kvöldsins en mark í blálokin tryggði liðinu áfram.
Linda Sembrand skoraði þá mark fyrir þær gulklæddu sem áttu yfir 30 marktilraunir í leiknum gegn aðeins þremur hjá Belgum.
Svíþjóð er þriðja liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum á eftir Englandi og Þýskalandi.