fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433Sport

Bayern er búið að opna samtalið við þá sem standa Harry Kane næst

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. júlí 2022 12:00

Harry Kane / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FC Bayern er byrjað að undirbúa næsta sumar ef marka má frétt Bild í dag. Þar segir að þýska stórveldið sé byrjað að ræða við umboðsmann Harry Kane.

Þar segir að Bayern vilji reyna að kaupa Kane eftir ár þegar hann mun aðeins eiga ár eftir af samningi sínum við Tottenham.

Kane vildi ólmur fara frá Tottenham fyrir ári síðan en ítrekuðum tilboðum Manchester City var hafnað.

Kane er 28 ára gamall og er sagður vilja klára feril sinn með nokkra titla í poka sínum. Slíkt hefur reynst erfitt hjá Tottenham en Bayern er í áskrift að titlum í heimalandi sínu.

Bild segir að Bayern hafi fengið góð viðbrögð frá umboðsmanni Kane um að hann gæti verið klár í að ganga í raðir þýska stórliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Baulað á hann í endurkomunni – ,,Ég skil þá en þeir ættu að skilja mig“

Baulað á hann í endurkomunni – ,,Ég skil þá en þeir ættu að skilja mig“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“
433Sport
Í gær

Evrópudeildin: Ótrúleg endurkoma Manchester United gegn Lyon – Þrjú mörk á sjö mínútum

Evrópudeildin: Ótrúleg endurkoma Manchester United gegn Lyon – Þrjú mörk á sjö mínútum
433Sport
Í gær

Staðfestir að dóttirin sé komin í heiminn

Staðfestir að dóttirin sé komin í heiminn
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Alli hitti gamla vini fyrir stórleikinn í vikunni og gaf þeim treyjur:

Sjáðu myndirnar: Alli hitti gamla vini fyrir stórleikinn í vikunni og gaf þeim treyjur:
433Sport
Í gær

Orðaður við stærstu félög Englands – Þénar 47 þúsund á viku í dag

Orðaður við stærstu félög Englands – Þénar 47 þúsund á viku í dag