fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433Sport

Andri Guðjohsen í viðtali í Svíþjóð: „Ég fæddist í London þegar pabbi minn spilaði fyrir Chelsea“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. júlí 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er mjög spenntur. Ég hlakka til að byrja og spila fyrir framan stuðningsmennina,“ segir Andri Lucas Guðjohnsen eftir að hafa skrifað undir já IFK Norköpping í Svíþjóð.

Þessi tvítugi framherji hefur nú yfirgefið herbúðir Real Madrid þar sem hann lék fyrir unglinga og varalið.

„Þetta er mjög spennandi og ég er mjög ánægður með að vera hér. Ég hef aldrei spilað, eða jafnvel verið, í Svíþjóð áður. Ég þrái að byrja og spila fyrir framan stuðningsmennina, segir Andri

Andri fór yfir æsku sína en faðir hans Eiður Smári Guðjohnsen lék erlendis og Andri hefur aldrei búið á Íslandi.

„Ég fæddist í London þegar pabbi minn spilaði fyrir Chelsea, ég flutti til Spánar þegar ég var fjögurra ára og hef búið á Spáni síðan. Ég er Íslendingur en hef tekið upp spænskar hefðir  sem sjást í fótboltanum.“

„Ég er framherji sem vill hreyfa sig mikið, koma neðar á völlinn og tengja við leikmenn. Ég reyni svo að vera klár í teignum til að skora mörk. Þetta er frábært skref á ferli mínum, ég hef heyrt mjög góða hluti um félagið fyrir unga leikmenn. Þetta er fullkomið skref.“

Tony Martinsson íþróttastjóri félagsins fagnar komu Andri. „Það er ánægjulegt að við getum laðað að okkur svona spennandi leikmann með mikla hæfileika sem velur að koma til IFK Norrköping frá Real Madrid. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann alþjóðlega reynslu með unglinga- og A-landsliðum. Hann er gamaldags framherji sem er góður í teignum,“ sagði Tony

Framherjinn hefur leikið með Real undanfarin fjögur ár og spilað þar með varaliði félagsins en var áður hjá Espanyol.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Baulað á hann í endurkomunni – ,,Ég skil þá en þeir ættu að skilja mig“

Baulað á hann í endurkomunni – ,,Ég skil þá en þeir ættu að skilja mig“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“
433Sport
Í gær

Evrópudeildin: Ótrúleg endurkoma Manchester United gegn Lyon – Þrjú mörk á sjö mínútum

Evrópudeildin: Ótrúleg endurkoma Manchester United gegn Lyon – Þrjú mörk á sjö mínútum
433Sport
Í gær

Staðfestir að dóttirin sé komin í heiminn

Staðfestir að dóttirin sé komin í heiminn
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Alli hitti gamla vini fyrir stórleikinn í vikunni og gaf þeim treyjur:

Sjáðu myndirnar: Alli hitti gamla vini fyrir stórleikinn í vikunni og gaf þeim treyjur:
433Sport
Í gær

Orðaður við stærstu félög Englands – Þénar 47 þúsund á viku í dag

Orðaður við stærstu félög Englands – Þénar 47 þúsund á viku í dag