IFK Norköpping í Svíþjóð hefur staðfest að Andri Lucas Guðjohnsen hafi skrifað undir hjá félaginu.
Framherjinn hefur leikið með Real undanfarin fjögur ár og spilað þar með varaliði félagsins en var áður hjá Espanyol.
Andri er tvítugur að aldri en faðir hans er Eiður Smári Guðjohnsen sem er einn merkasti knattspyrnumaður í sögu Íslands. Andri hefur skorað þrjú mörk fyrir A-landslið karla í níu tilraunum.
Sænska félagið hefur staðfest að Andri muni klæðast treyju númer 22 en það númer gerði Eiður Smári frægt hjá Chelsea.
Eiður var númer 22 hjá fleiri félögum en nú mun Andri Lucas reyna að gera númerið að sínu og sanna ágæti sitt í Svíþjóð.
Vår nya nummer 22 ✔️🇮🇸 pic.twitter.com/rhMJNuC16g
— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 22, 2022