Jesse Lingard er orðinn leikmaður Nottingham Forest og hefur skrifað undir samning við félagið.
Þetta staðfesti Forest nú í kvöld en Lingard gengur í raðir liðsins á frjálsri sölu.
Lingard var áður á mála hjá Manchester United en varð samningslaus í sumar og fékk að fara annað.
Lingard er 29 ára gamall sóknarmaður sem spilaði með Man Utd frá 2011 til 2022 og er uppalinn hjá félaginu.
Hann tekur áhættu með að semja við Forest sem er nýkomið upp í efstu deild.
Lingard skrifar aðeins undir eins árs langan samning við Forest og verður lang launahæsti leikmaður liðsins.
Samkvæmt Sky Sports þénar Lingard 115 þúsund pund á viku sem er mun meira en næsti maður liðsins.