Donny van de Beek, leikmaður Manchester United, hefur komið fyrirliða sínum Harry Maguire til varnar.
Það var baulað mikið á Maguire í gær er Man Utd spilaði við Crystal Palace í æfingaleik sem lauk með 3-1 sigri þess fyrrnefnda.
Maguire er ekki vinsæll á meðal allra í Manchester en Van de Beek segist sjálfur hafa heyrt köllin.
,,Ég heyrði baulin sjálfur. Ég veit ekki alveg hvað hefur átt sér stað,“ sagði Van de Beek.
,,Harry spilaði mjög vel. Hann var aggressívur og vann svo marga bolta, það þýðir að hann er með stóran persónuleika.“
,,Hann er með mikla reynslu, frammistaðan hans í leiknum var jákvæð.“