Brighton hefur hafnað fyrsta tilboði Manchester City í Marc Cucurella. City bauð 30 milljónir punda en við það ætlar Brighton ekki að sætta sig.
Brighton hefur skellt 50 milljóna punda verðmiða á spænska bakvörðinn sem kom til félagsins fyrir ári síðan og kostaði þá 15 milljónir punda.
Marc Cucurella er frá Spáni og lék áður með Getafe en samkvæmt Guardian vill hann ólmur komas til City.
City er ekki tilbúið að borga 50 milljónir punda en félagið telur hann vera í sama verðflokki og Oleksandr Zinchenko sem félagið er að selja til Arsenal fyrir 30 milljónir punda.
Pep Guardiola er þó sagður leggja mikla áherslu á að fá Cucurella og er talið að félagið muni leggja fram nýtt tilboð.