Enska úrvalsdeildin fer af stað í ágúst en fyrsta umferðin hefst 5 ágúst en Manchester United tekur þá á móti Aston Villa.
Erik ten Hag er að undirbúa liðið fyrir sitt fyrsta tímabil en liðið er í æfingaferð í Taílandi og í Ástralíu.
Enskir fjölmiðlar fylgja liðinu eftir hvert sem það fer og telja sig hafa ágætis mynd af hugmyndum hollenska þjálfarans.
Nú þegar liðið hefur leikið þrjá æfingaleiki hefur Ten Hag aðeins sýnt á spil sín og virðist veðja á sóknarlínu með Marcus Rashford, Anthony Martial og Jadon Sancho.
Svona telja ensk blöð að byrjunarlið United verði í fyrsta leik.