Chelsea mætti Charlotte í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt.
Leiknum lauk 1-1, þar sem Christian Pulisic skoraði mark Chelsea.
Að 90 mínútum liðnum var farið í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Charlotte betur.
Conor Gallagher, leikmaður Chelsea sem var á láni hjá Crystal Palace á síðustu leiktíð, var sá eini sem klúðraði vítaspyrnu þar.
Það er óhætt að segja að spyrnan hafi verið ansi slöpp, líkt og sjá má hér að neðan.
Conor Gallagher’s penalty last night. 🤣🤣 pic.twitter.com/XwhiDPyrMF
— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) July 21, 2022