John Arne Riise, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur tjáð sig um frægt atvik sem kom upp árið 2007.
Riise og Craig Bellamy voru þá saman hjá Liverpool og ferðuðust saman í æfingaferð til Portúgals.
Þar lentu þeir í rifrildi sem endaði með því að Bellamy réðst á Riise með golfkylfu, eitthvað sem sá síðarnefndi sér mikið eftir í dag.
Atvikið átti sér stað þegar liðið fór út að borða saman og Bellamy var ítrekað að segja öllum að Bellamy ætlaði að syngja lag fyrir hópinn. „Ég missti það, ég gekk að honum og sagði að ég væri ekki að fara að syngja. Ég sagði honum að halda kjafti, annars myndi ég ganga frá honum,“ segir Riise.
This story is hilarious pic.twitter.com/BJHV4dh6Us
— Nazty (@Naztee196) July 20, 2022
Riise fór svo að sofa en vaknaði upp við vondan draum. „Ljósin kviknuðu og ég sá varla, þá var Bellamy með golfkylfu í höndunum,“ segir Riise en Bellamy fór að berja hann með kylfunni. Riise segir að Bellamy hafi lamið sig í lappirnar og tók fram að hann hefði ekki verið edrú.
„Hann sagði að hann ætti nóg af peningum fyrir börnin sín, honum væri sama þó hann færi í fangelsi,“ segir Riise en sagan er í heild í myndbandinu hér að ofan.