Breiðablik 2 – 0 Buducnost
1-0 Kristinn Steindórsson (’88)
2-0 Höskuldur Gunnlaugsson (’97, víti)
Breiðablik vann mikilvægan sigur í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld er liðið mætti Buducnost frá Svartfjallalandi. Um var að ræða fyrri leik liðanna af tveimur.
Það tók Blika 88 mínútur að komast á blað í kvöld en fyrra mark liðsins skoraði Kristinn Steindórsson undir lokin.
Á 97. mínútu skoruðu Blikar sitt annað mark er Höskuldur Gunnlaugsson kom boltanum í netið úr vítaspyrnu.
Buducnost endaði leikinn með níu menn á vellinum en tveir leikmenn fengu rautt spjald sem og þjálfari liðsins.
Andrija Raznatovic var rekinn af velli á 54. mínútu og um 15 mínútum síðar var Luka Mirkovic sendur í sturtu.
Aleksandar Nedovic fékk svo þriðja rauða spjald Buducnost í uppbótartíma en hann er þjálfari Buducnost og fékk reisupassann fyrir að strunsa inn á völl.