Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að næstu skref á leikmannamarkaðnum séu að ræða við þá leikmenn sem ekki eiga framtíð hjá félaginu og taka ákvörðun með þá.
Arsenal hefur verið duglegt á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Leikmenn á borð við Gabriel Jesus og Fabio Vieira eru mættir til félagsins og þá er Oleksandr Zinchenko við það að skrifa undir.
Arteta var spurður út í næstu skref. „Við verðum að taka ákvarðanir með þá leikmenn sem við ætlum ekki að nota. Við verðum að vera sanngjarnir við þá.“
Rúnar Alex Rúnarsson er á mála hjá Arsenal. Sem stendur er útlit fyrir að hann sé fjórði kostur fyrir stöðu markvarðar, á eftir Aaron Ramsdale, Matt Turner og Bernd Leno. Sá síðastnefndi gæti að vísu verið á förum.
Það hefur verið umræða á kreiki um það að Rúnar Alex gæti farið á láni. Það gæti orðið raunin svo hann fái meiri spiltíma.