Bæði Everton og Leeds hafa verið boðið að fá bakvörðinn Layvin Kurzawa sem er nokkuð gleymdur leikmaður Paris Saint-Germain.
Kurzawa er 29 ára gamall bakvörður sem gekk í raðir PSG frá Monaco fyrir um sex árum síðan.
Til að byrja með voru miklar vonir gerðar við Kurzawa sem náði þó aldrei í raun að festa sig almennilega í sessi. Hann spilaði mest 20 deildarleiki tímabilið 2017-2018.
Lurzawa lék aðeins einn leik með PSG á síðustu leiktíð og er til sölu í sumarglugganum.
Ensku liðin eru með þann möguleika að semja við Kurzawa í suamr en hann er þó samningsbundinn til ársins 2024.
Kurzawa hefur spilað 106 deildarleiki fyrir PSG á sex árum og á einnig að baki 13 landsleiki fyrir Frakkland.