fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
433Sport

Fjölskyldan hætti að láta sjá sig á vellinum – ,,Þetta var mjög erfitt“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 21. júlí 2022 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn Billy Gilmour hefur tjáð sig um erfiðan vetur er hann lék með Norwich City í efstu deild Englands. Tímabilið var erfitt í heildina fyrir Norwich sem féll úr efstu deild.

Það var búist við miklu af Gilmour sem kom til Norwich á láni frá Chelsea en náði ekki að sýna sitt rétta andlit síðasta vetur.

Stuðningsmenn Norwich voru duglegir að láta Gilmour heyra það í leikjum liðsins sem varð til þess að fjölskylda leikmannsins hætti að láta sjá sig á leikjum.

Gilmour er aðeins 21 árs gamall og lék alls 24 leiki fyrir Norwich í deildinni. Hann á einnig að baki 15 landsleiki fyrir Skotland.

,,Þetta var mjög erfitt. Þetta var líka erfitt fyrir fjölskylduna. Þegar fjölskyldan er í stúkunni og þau heyra áreitið frá stuðningsmönnunum, það er aldrei ánægjulegt. Það var ekki gaman að heyra,“ sagði Gilmour.

,,Þau hættu að mæta á leikina sem var ekki góð upplifun. Þau voru ekki að mæta á leiki helgarinnar og horfðu heima í staðinn. Þetta er skoðun stuðningsmannana. Þeir borga til að koma og horfa á leikina en það sem gerðist var ekki ánægjulegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United og Liverpool á meðal áhugasamra – Skella á hann háum verðmiða

United og Liverpool á meðal áhugasamra – Skella á hann háum verðmiða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Heldur spilunum þétt að sér varðandi Rashford

Heldur spilunum þétt að sér varðandi Rashford
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fullyrða að leki hafi orðið úr herbúðum Real Madrid og að Ancelotti geri þessar breytingar fyrir kvöldið

Fullyrða að leki hafi orðið úr herbúðum Real Madrid og að Ancelotti geri þessar breytingar fyrir kvöldið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Verður ekki meira með United á tímabilinu

Verður ekki meira með United á tímabilinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bellingham fór að trúa í rútunni

Bellingham fór að trúa í rútunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skellir Pogba niður á jörðina með ótrúlegri uppástungu

Skellir Pogba niður á jörðina með ótrúlegri uppástungu
433Sport
Í gær

Eru líklegastir inn þegar Ástralinn fær sparkið

Eru líklegastir inn þegar Ástralinn fær sparkið
433Sport
Í gær

Þekkt par með stranga reglu í svefnherberginu – Þurftu að gera þetta ef hún var brotin

Þekkt par með stranga reglu í svefnherberginu – Þurftu að gera þetta ef hún var brotin