Þýskaland 2 – 0 Austurríki
1-0 Lina Magull(’25)
2-0 Alexandra Popp(’90)
Þýskaland varð í kvöld annað liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum EM kvenna eftir leik við Austurríki.
England tryggði sér sæti í undanúrslitum í gær eftir 2-1 sigur á Spáni í framlengdum leik.
Þýskaland þurfti ekki framlengingu í kvöld en liðið hafði betur 2-0 og má segja að sá sigur hafi verið sanngjarn.
Lina Magull skoraði fyrra mark Þýskalands í fyrri hálfleik og bætti Alexandra Popp við öðru undir lokin.