Víkingur Reykjavík hefur leik í undankeppni Sambandsdeildarinnar í dag er liðið mætir The New Saints frá Wales.
TNS eins og liðið er kallað er besta lið Wales og hefur verið í langan tíma og verður verkefnið ekki auðvelt fyrir Víkinga.
Fyrri leikur liðanna er spilaður hér heima á Víkingsvelli og mun íslenska liðið vonast eftir sigri í viðureign kvöldsins.
Hér má sjá byrjunarlið Víkinga í kvöld.
Byrjunarlið Víkings:
Ingvar Jónsson
Logi Tómasson
Oliver Ekroth
Kyle McLagan
Erlingur Agnarsson
Pablo Punyed
Ari Sigurpálsson
Birnir Snær Ingason
Júlíus Magnússon
Karl Friðleifur Gunnarsson
Kristall Máni Ingason