Tveir leikmenn ræddu við Kalidou Koulibaly áður en hann gekk í raðir Chelsea í sumar og reyndu að sannfæra hann um að ganga í raðir félagsins.
Jorginho er fyrrum samherji Koulibaly hjá Napoli en hann sendi vini sínum skilaboð fyrr í sumar.
Edouard Mendy, markmaður Chelsea, reyndi einnig að sannfæra varnarmanninn en þeir eru saman í senegalska landsliðinu.
,,Jorgi sendi mér skilaboð og spurði hvort ég vildi koma til Chelsea,“ sagði Koulibaly við heimasíðu Chelsea.
,,Á þessum tímapunkti var ég ekki viss hvort þeir vildu fá mig en ég sagði að ég væri mjög opinn fyrir því. Það sama gerðist með Edou Mendy sem spurði mig og ég sagði honum að þetta væri klárt, að ég myndi sjá hann bráðlega.“
,,Núna er ég mættur og hlakka til að byrja spennandi ævintýri. Hópurinn lítur vel út með unga leikmenn og suma reynslumeiri.“