Joao Cancelo, leikmaður Manchester City, mun klæðast treyju númer sjö hjá félaginu næsta vetur sem er ansi athyglisvert.
Cancelo er bakvörður og hefur klæðst treyjunúmerinu 27 síðan hann kom frá Juventus fyrir þremur árum.
Það er ekki venjan að varnarsinnaðir leikmenn klæðist treyju númer sjö sem var áður í eigu Raheem Sterling.
Sterling er hins vegar farinn frá Englandsmeisturunum og hefur gert samning við Chelsea.
Cancelo segir ástæðuna vera afmælisdag mömmu sínar sem lést í bílslysi fyrir níu árum síðan.