Amazon hefur birt sýnishorn fyrir þættina „All or Nothing: Arsenal.“
Þáttaröðin kemur út á Amazon þann 4. ágúst. Hún fjallar um síðustu leiktíð Arsenal.
Mikið gekk á hjá félaginu á leiktíðinni. Hún byrjaði hreint skelfilega en að lokum var liðið hársbreidd frá því að ná sæti í Meistaradeild Evrópu.
Sýnishornið hefur vakið mikla athygli. Þar má meðal annars sjá þegar Mikel Arteta, stjóri Arsenal, tekur fyrirliðabandið af Pierre Emerick Aubameyang og þegar hann lætur lið sitt heyra það inni í klefa.
Sýnishornið má sjá hér að neðan.
All or Nothing: Arsenal – official trailer 🎬
Coming to Prime Video 4 August 🍿#AONArsenal pic.twitter.com/PTTqulX7Yi
— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) July 19, 2022