Jorge Mas, forseti Inter Miami í Bandaríkjunum, hefur staðfest það að það sé vilji félagsins að semja við Lionel Messi sem spilar í dag með Paris Saint-Germain.
Inter Miami er nýtt lið í bandarísku MLS deildinni og er í eigu David Beckham sem var áður einn besti miðjumaður Evrópu og lék með bæði Manchester United og Real Madrid.
Messi hefur oft verið orðaður við Bandaríkin en hann er orðinn 35 ára gamall og kominn á seinni ár ferilsins.
,,Bæði ég og David Beckham viljum fá bestu leikmenn hems hingað til Miani, ekki bara verkefnisins sem við erum að búa til. Við viljum vera miðpunkturinn fyrir fótboltann í Bandaríkjunum. Þegar þú talar um bestu leikmenn heims þá er Messi augljóslega á toppnum,“ sagði Mas.
,,Vonandi getum við fullyrt þau skilyrði sem þarf svo hann geti komið og spilað í treyju Inter Miami. Það er það sem við viljum. Það er ekkert komið á hreint og ekkert samkomulag en ég er mjög vongóður og vona að Messi verði hluti af okkar framtíðarplönum.“