Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa brugðu sér í karaoke á dögunum. Var sýnt frá þessu á samfélagsmiðlum félagsins.
Óhætt er að segja að Albert hafi ekki vakið mikla athygli fyrir sönghæfileika sína í myndbandinu, enda söng hann ekki mikið með.
Íslenski landsliðsmaðurinn gekk í raðir Genoa frá AZ Alkmaar í Hollandi í janúar. Liðið féll úr Serie A á síðustu leiktíð og mun leika í B-deild á þeirri næstu.
Hér fyrir neðan má sjá leikmenn Genoa í karaoke.
🎤 Karaoke Level: Albert 🙂🙃 pic.twitter.com/VeAcdbF46Z
— Genoa CFC (@GenoaCFC) July 19, 2022