Julian Nagelsmann, stjóri Bayern Munchen, skilur ekki alveg hvernig Barcelona er að ná að fá til sín leikmenn á borð við Robert Lewandowski.
Lewandowski er farinn til Barcelona frá Bayern en hann var á óskalista spænska liðsins í allt sumar.
Eins og frægt er þá er Barcelona í miklum fjárhagsvandræðum en er samt að fá til sín dýra og góða leikmenn.
Nefna má einnig vængmanninn Raphinha sem kom til félagsins frá Leeds.
,,Þeir hafa fengið inn marga nýja leikmenn, ekki bara Robert,“ sagði Nagelsmann.
,,Ég veit ekki alveg með þetta. Þetta er eina félag heims sem getur keypt leikmenn án þess að eiga peninga. Þetta er mjög skrítið og klikkað.“