Mohamed Salah er einn besti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar segir Glen Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool.
Johnson hefur lagt skóna á hilluna en fylgist grant með gangi mála hjá sínu fyrrum félagi þar sem Salah spilar stórt hlutverk.
Salah hefur skorað 156 mörk í 254 leikjum fyrir Liverpool undanfarin fimm ár og að sögn Johnson er hann einn sá besti frá upphafi til að spila í deildinni.
,,Já, Salah er einn af bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi,“ sagði Johnson.
,,Hann er einn af þeim fljótustu til að skora svo mörg mörk fyrir eitt lið og er í heimsklassa.“
,,Þegar hann er upp á sitt besta er mjög erfitt að stoppa hann svo það er ekki annað hægt en að nefna hann sem einn af þeim bestu.“