Nottingham Forest færist næsr því að klófesta Jesse Lingard á frjálsri sölu. Félagið er nú í viðræðum við leikmanninn og hans fulltrúa. Sky Sports segir frá.
Samningur Lingard við Manchester United rann út á dögunum. Hann hafði leikið með félaginu frá barnsaldri.
Forest er nýliði í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð og ljóst er að Lingard yrði öflug viðbót við þeirra hóp.
West Ham fylgist þó einnig grannt með gangi mála hjá þessum 29 ára gamla leikmanni.
Lingard lék með West Ham seinni hluta þarsíðustu leiktíðar, þar sem hann fór á kostum. Englendingurinn skoraði níu mörk og lagði upp fimm fyrir liðið.
Loks er einhver áhugi á Lingard utan Englands.