Ryan Sessegnon, bakvörður Tottenham, er búinn að bæta á sig miklum vöðvamassa í sumar.
Sessegnon spilaði ekki mikið undir stjórn Antonio Conte hjá Tottenham lengi vel á síðustu leiktíð en vann sig inn í liðið í lok leiktíðarinnar.
Hann er staðráðinn í að verða fastamaður á næstu leiktíð og hefur komið sér í gott líkamlegt form í sumar, líkt og sjá má á myndunum hér neðar.
„Ég notaði undirbúningstímabilið til að styrkja fæturnar á mér, líka efri hlutann. Ef þið sjáið muninn gekk það greinilega,“ segir Sessegnon.
„Ég vildi styrkja mig til að spila fleiri leiki og geta hlaupið upp og niður völlinn í 90 mínútur.“
„Þetta mun klárlega hjálpa mér því á síðustu leiktíð var ég að meiðast í aftanverðu lærinu því ég var ekki nógu sterkur.“