Borussia Dortmund hefur verið boðið að krækja í Luis Suarez. Sky Sports segir frá þessu.
Suarez er án samnings þessa stundina eftir að hafa yfirgefið Atletico Madrid fyrr í sumar.
Hjá Dortmund yrði Suarez að öllum líkindum varaskeifa fyrir Sebastian Haller, sem var keyptur til félagsins frá Ajax á rúmar 30 milljónir punda á dögunum.
Haller greindist á dögunum með æxli í eista og verður frá í einhvern tíma. Suarez gæti því fyllt hans skarð á meðan.
,,Ég vil þakka ykkur öllum fyrir hlýju skilaboðin sem ég hef fengið. Ég sé ykkur mjög fljótlega inn á knattspyrnuvellinn aftur, þar getum við fagnað sigri saman,“ segir Haller.
Suarez er auðvitað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona og Liverpool.