Matt Turner, leikmaður Arsenal, neitar fyrir það að hann sé að taka áhættu með að ganga í raðir enska félagsins.
Turner skipti yfir til Arsenal í sumar frá New England Revolution og verður varamarkvörður á næstu leiktíð.
Margir telja að þetta sé í raun tilgangslaust skref að hluta til þar sem Turner mun ekki vera aðalmarkvörður í stað Aaron Ramsdale.
,,Svona tækifæri fyrir leikmenn frá Bandaríkjunum eru sjaldgæf. Ég get ekki sagt að ég hafi áhyggjur eða að þetta sé áhætta. Þetta er augljóslega skref upp á ferlinum,“ sagði Turner.
,,Að komast inn erlendis er erfiðara en maður heldur. Ég hef spilað í MLS deildinni undanfarin þrjú tímabil og þetta var fyrsta alvöru tilboðið sem ég fékk.“
,,Að spila reglulega í MLS deildinni gaf mér ekki byrjunarliðssæti í landsliðinu. Ég þarf að koma mínum leik á næsta stig og að spila með þessum strákum hér þá sé ég augljósa bætingu.“