England 2 – 1 Spánn
0-1 Esther Gonzalez(’54)
1-1 Ella Toone(’84)
2-1 Georgia Stanway(’96)
England er komið í undanúrslit EM kvenna eftir leik við Spán í átta liða úrslitum í kvöld.
Leikur kvöldsins var gríðarlega fjörugur en tvö frábær lið áttust við og þurfti framlenging að skera út um sigurvegara.
Spánn komst yfir með marki á 54. mínútu er Esther Gonzalez kom boltanum í netið.
Englandi tókst að jafna þegar sex mínútur voru eftir er Ella Toone skoraði og var því gripið til framlengingar.
Þar skoraði Georgia Stanway eina markið til að tryggja heimamönnum áfram í næstu umferð.