Það mun taka Erling Haaland tíma í að aðlagast ensku úrvalsdeildinni en hann skrifaði undir hjá Manchester City í sumar.
Þetta segir Sergio Aguero, goðsögn Man City, en það tók hann sjálfan tíma í að aðlagast Englandi eftir að hafa komið frá Atletico Madrid.
Margir búast við að Haaland sanni sig um leið á Englandi eftir komu frá Borussia Dortmund en Aguero kallar eftir þolinmæði.
,,Haaland mun taka sinn tíma í að aðlagast ensku úrvalsdeildinni og því sem Pep Guardiola vill, alveg eins og ég gerði,“ sagði Aguero.
,,Þetta eru mjög mikilvæg kaup, ég held að hann sé búinn að sanna sig sem markaskorari. Hans tölfræði í Þýskalandi og í Evrópu sannar það.“
,,Hann mun fá sinn tíma í að aðlagast eins sterkri deild og enska deildin er en ég held að hann muni fara í gegnum sitt eigið ferli og niðurstaðan verður bráðlega augljós.“