Paulo Dybala er genginn til liðs við Roma frá Juventus. Hann skrifar undir samning til ársins 2025.
Argentínumaðurinn fór á dögunum frá Juventus þegar samningur hans í Tórínó rann út.
Þó verður kásúla í samningi hans sem gerir honum kleift að fara fyrir ákveðna upphæð.
Jose Mourinho er stjóri Roma. Hann er sagður eiga stórt hlutverk í því að sækja Dybala til félagsins.
Roma hafnaði í sjötta sæti í Serie A á síðustu leiktíð. Þá sigraði liðið Sambandsdeildina og varð um leið það fyrsta til að gera það, enda keppnin splunkuný.
🖊️ 𝗡𝗘𝗪 𝗦𝗜𝗚𝗡𝗜𝗡𝗚 | Paulo Dybala 👋
Welcome to the Giallorossi! 🐺#ASRoma | @PauDybala_JR pic.twitter.com/jW3EEnz0m1
— AS Roma English (@ASRomaEN) July 20, 2022