Tottenham hefur áhuga á því að kaupa Nicolo Zaniolo frá Roma. Guardian segir frá þessu.
Antonio Conte, stjóri Tottenham, er sagður mikill aðdáandi leikmannsins.
Zaniolo er 23 ára gamall og hefur verið á mála hjá Roma síðan 2018. Hann getur spilað á kantinum og fremst á vellinum.
Zaniolo lék 42 leiki í öllum keppnum fyrir lærisveina Jose Mourinho, stjóra Roma, á síðustu leiktíð. Í þeim skoraði hann átta mörk og lagði upp önnur níu.
Tottenham hefur verið virkilega duglegt á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Þeir Ivan Perisic, Fraser Forster, Yves Bissouma, Richarlison, Clement Lenglet og Djed Spence eru þegar mættir til félagins, sem ætlar sér greinilega stóra hluti á komandi leiktíð.