Viktor Unnar Illugason er gestur í nýjasta þætti Chess After Dark.
Viktor var mikið efni hér á árum áður í yngri flokkum Breiðabliks. 16 ára gamall fór hann út til Reading.
Því hefur oft verið fleygt fram að Viktor og Gylfi Þór Sigurðsson hafi farið saman til Reading. Eins og flestir vita sló sá síðarnefndi í gegn þar. Sögur hafa meira að segja verið á kreiki um að Gylfi hafi fylgt Viktori út og að sá síðarnefndi hafi jafnvel verið enn meira efni.
Viktor slær þetta út af borðinu í þættinum. „Það er einn stærsti miksskilningurinn, hann fór ári á undan mér. Ég í raun fylgdi honum.“
Hann var spurður út í það af hverju margir halda þetta. „Ég held að sagan sé bara betri þannig, að gæinn sem varð geggjaður hafi komið með einhverjum sem varð ekki geggjaður.“