Chris Richards, bandarískur miðvörður Bayern Munchen, er á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace.
Hinn 22 ára gamli Richards fær lítið að spila hjá Bayern og leitar því annað. Hann lék á láni með Hoffenheim á síðustu leiktíð.
Patrick Vieira, stjóri Palace, er að byggja upp spennandi lið á Selhurst Park og eru allar líkur á að Richards muni nú taka þátt í því.
Palace hafnaði í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Liðinu gekk töluvert betur en margir sérfræðingar höfðu spáð fyrir um.
News Chris Richards: He has a verbal agreement with Crystal Palace. The Bayern defender wants to join them. Now the clubs has to find an agreement. Negotiations ongoing. #CPFC @SkySportDE 🇺🇸
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) July 18, 2022