Tottenham hefur gengið frá kaupum á hægri bakverðinum Djed Spence. Hann kemur frá Middlesbrough.
Spence er 21 árs gamall og skrifar undir langtímasamning við Tottenham. Félagið borgar 12,5 milljónir punda fyrir leikmanninn, auk árangurstengdra greiðslna síðar meir.
Spence lék á láni hjá Nottinham Forest á síðustu leiktíð og átti stóran þátt í því að koma liðinu upp úr Championship-deildinni.
It's official ✅
Welcome to Spurs, @DjedSpence! pic.twitter.com/Ivgqa02Jr9
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) July 19, 2022