Magnað atvik átti sér stað í leik Independiente og Racing Club í Argentínu á dögunum. Þá var fiski kastað af stuðningsmanni Racing í Leandro Fernandez, leikmann Independiente.
Mikill hiti var í leiknum, eins og oft á milli þessara liða. Meðal annars voru gefin átta gul spjöld í leiknum.
Það var þó ofangreint atvik sem vakti mesta athygli. Fernandez var meira að segja borinn af velli eftir að hafa fengið fiskinn í sig. Hann gat þó komið inn á aftur og klárað leikinn.
Myndband af þessu magnaða atviki má sjá hér að neðan.
Stretcher comes on for footballer after he's hit by a fish pic.twitter.com/FOegjff7Iq
— Paul Campbell (@campbellwpaul) July 19, 2022