Það mun bráðlega koma í ljós hver verður fyrirliði Arsenal á næstu leiktíð en enska deildin hefst í næsta mánuði.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að þetta sé umræðuefni sem hafi oft verið rætt en Arsenal er án fyrirliða þessa stundina.
Pierre Emerick Auabameyang var fyrirliði Arsenal í byrjun síðasta tímabils en hann er nú farinn til Barcelina.
Alexandre Lacazette tók við bandinu í kjölfarið en hann er einnig farinn og er leikmaður Lyon í Frakklandi.
The Athletic segir að Martin Ödegaard sé líklegastur til að fá bandið á Emirates en hann var fyrirliði í æfingaleik gegn Everton á dögunum sem vannst 2-0.
Arteta hefur staðfest að nýr fyrirliði verði kynntur bráðlega og segir einnig að Ödegaard sé með þá eiginleika sem til þarf.