Faðir Luka Jovic er bjartsýnn eftir að sonur hans skrifaði undir samning við ítalska félagið Fiorentina og kemur frá Real Madrid.
Jovic hefur ekki staðist væntingar í Madríd síðan hann kom frá Frankfurt og hafa tækifærin verið af skornum skammti.
Serbinn hefur nú gert samning við Fiorentina og þarf að standa sig til að koma ferlinum aftur á beinu brautina.
Faðir leikmannsins hlakkar til að sjá son sinn svara gagnrýnisröddum með því að koma ferlinum aftur af stað á Ítalíu.
,,Þetta var rétt skref, þetta er tækifæri fyrir alla til að sjá hver hafði rétt fyrir sér og hver ekki,“ sagði faðir Jovic og skaut þar á Real.
,,Þetta er tækifæri til að horfast í í augu og sjá hvort þú sért nógu sterkur.“