Manchester United og Crystal Palace eigast nú við í æfingaleik í Melbourne í Ástralíu.
Staðan eftir rúman klukkutímar leik er 3-0 fyrir Man Utd. Anthony Martial, Marcus Rashford og Jadon Sancho hafa skorað mörk liðsins.
Það sem hefur vakið mikla athygli þeirra sem horfa á leikinn er að það er baulað á Harry Maguire, fyrirliða Man Utd, í hvert skipti sem hann fær boltann.
Harry Maguire’s every touch being booed at the MCG. Given that most fans here are Utd supporters, that’s a worry for Maguire #mufc
— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) July 19, 2022
Maguire, sem kostaði Man Utd 80 milljónir punda árið 2019, er allt annað en vinsæll hjá mörgum stuðnigsmönnum félagsins, enda átti hann afar slappt tímabil í fyrra.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
Harry Maguire is getting booed whenever he touches the ball… #MUFC pic.twitter.com/jHzL09lk9g
— Project Football (@ProjectFootball) July 19, 2022