Paul Pogba er genginn í raðir Juventus á ný en hann skrifaði undir hjá félaginu í sumar.
Pogba yfirgaf Manchester United í annað sinn á ferlinum til að einmitt semja við Juventus, í annað skiptið.
Það er engin spurning um það að Pogba sé hæfileikaríkur leikmaður þó hann hafi ekki alltaf náð að sýna sitt besta í Manchester.
Juventus birti brot af Pogba á æfingasvæði félagsins í gær þar sem má sjá hann bjóða upp á frábær tilþrif.
Pogba sýndi magnaða tækni er hann kom bolta á samherja á æfingu eins og má sjá hér fyrir neðan.
𝙄𝙣 𝙨𝙡𝙤-𝙢𝙤 𝙩𝙝𝙤𝙪𝙜𝙝… 😲🤩 pic.twitter.com/GqxDvOWDp6
— JuventusFC (@juventusfcen) July 18, 2022