Jamaal Lascelles mun halda fyrirliðabandinu hjá Newcastle á næstu leiktíð og verður engin breyting fyrir komandi tímabill.
Þetta staðfesti Eddie Howe, stjóri Newcastle, í gær en Lascelles gæti þurft að sætta sig við bekkjarsetu í vetur.
Newcastle hefur nú þegar samið við varnarmanninn Sven Botman sem mun eflaust fá byrjunarliðssæti á St. James’ Park.
Fabian Schar er þá líklegur til að byrja í hjarta varnarinnar og er óvíst hversu mikinn spilatíma Lascelles mun fá.
Howe staðfesti það þó í samtali við Chronicle í gær að bandið væri í eigu Lascelles sem er stór karakter bæði innan sem utan vallar.