Elías Rafn Ólafsson stóð í marki Midtjylland í undankeppni Meistaradeildarinanr í kvöld er liðið mætti AEK Larnaca frá Kýpur.
Midtjylland tókst ekki að vinna fyrri leikinn á heimavelli en leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem eru ekki frábær úrslit fyrir danska liðið.
Bodo/Glimt tapaði sínum fyrri leik gegn Linfield frá Norður-Írlandi þar sem Alfons Sampsted lék allan leikinn.
Bodo/Glimt var mun sterkari aðilinn í leiknum en tapaði 1-0 og er því undir fyrir seinni viðureignina.
Lærisveinar Milos Milojevic í Malmö eru einnig undir í sinni viðureigbn eftir leik við Zalgiris frá Litháen.
Zalgiris vann verðskuldaðan sigur á heimavelli en leiknum lauk 1-0.