Matthijs de Ligt er við það að ganga í raðir Bayern Munchen frá Juventus.
Juventus vantar því miðvörð og virðist hafa fundið hann í heimaborg sinni, Tórínó.
Nú er líklegt að Bremer, miðvörður Torino, gangi til liðs við Juventus fyrir 40 milljónir punda. Það er Goal sem segir frá þessu.
Bremer er 25 ára gamall og heillaði mikið á síðustu leiktíð. Hann hafði verið sterklega orðaður við Inter en nú hefur Juventus unnið kapphlaupið.
Hann er Brasilíumaður sem gekk í raðir Torino frá Atletico Mineiro í heimalandinu árið 2018.